Note that the recent volcanic activity in Iceland is not causing any issues with arriving and departing from Iceland.
All regular tours and activities are operating as scheduled with the exception of Blue Lagoon visits and Reykjanes tours. The volcanic activity is limited to an area on the Reykjanes peninsula, with no effects on the capital area or other areas in Iceland.
In the case of any cancellations due to Blue Lagoon closures or other interruptions, a full refund will be provided.
Tour Operator: Hornstrandaferdir 2h 20m Travel method:   Boat Region / Starts from: Westfjords

Bátsferð: Hornvík - Bolungarvík

Hornvík er falleg vík á Hornströndum sem liggur á milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Áður voru þar 3 bæir, Horn (í eyði 1946), Höfn (í eyði 1944) og Rekavík bak Höfn (í eyði 1944).  

Austan víkurinnar rís Hornbjarg en að vestan Hælavíkurbjarg en þessi tvö björg eru ásamt Látrabjargi stærstu fuglabjörg á Íslandi. Milli Hælavikurbjargs og Rekavíkur er Hvannadalur og Rekavíkurfjall. Upp af Rekavík er Atlaskarð en um það liggur gönguleið yfir í Hælavík og Hlöðuvík. Milli Rekavíkur og Hafnar er fjallið Darri með Einbúa. Út í Rekavík gengur Tröllkambur.

Í sunnaverðri víkinni eru Hafnarskarð, en þar liggur gönguleið í Veiðileysufjörð, Tindaskörð, Ranglaskarð, um það er farið í Lónafjörð, og Breiðaskarð við Snók. Að austanverðu eru Kýrskarð, um það er farið í Látravík, Hestskarð og Almenningaskarð, en þar einnig gönguleið í Látravík.

Norður af Almenningaskarði Innstidalur og upp af honum eru Harviðrisgjá, Eilífstindur og Kálfatindur. Vestan við Kálfatinda er Miðdalur og upp frá honum eru Jörundur, Svaðaskarð og Miðfell. Vestan við Miðfell er Ystidalur og frá honum gengur Horn.

Í víkina falla margar ár og lækir en þessar eru helstar talið frá Höfn: Víðirsá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. Árnar sameinast í eitt vatnsfall á láglendinu og heitir það Hafnarós.

Við Höfn í Hornvík er nú þjónustuhús landvarðar á Hornströndum.

Velkomin til Hornvíkur



Best price guarantee
No hidden costs
Easy
Free cancellation until 365 days before the departure
Cancellation fees:
+365 days - No charge
365 days-7 days - 25% of total reservation value
7 days-2 days - 50% of total reservation value
<2 days - 100% of total reservation value
What is included

Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Hornvík til Bolungarvík


Meeting point
  • Lækjarbryggja Bolungarvík, Árbæjarkantur, Bolungarvík, 415
Important information

Hlý viðeigandi föt og búnað í samræmi við veðurspá 


Attention
  • Lágmarksfjöldi í þessa ferð: 4 farþegar

BOOK NOW